Vatn

Alls konar vatnssull er dreymandanum yfirleitt fyrir veikindum. Sérstaklega ef vatnið er mórautt og ólgandi. Þyki þér sem þú eða sá sem er að vaða í vatninu sökkvi og komi ekki upp aftur, verður tvísýnt um líf hans. Að drekka tært vatn merkir sigur. Að hella niður vatni eða skvetta því er viðvörun um að stilla skapið.