Uppboð

Ef þig dreymir að þú sért á uppboði og býður ekki í neitt er það fyrir gæfu, gæti boðað betri atvinnu. Ef þú kaupir eitthvað eru framundan einhver leiðindi á heimilinu og jafnvel fjárhagslegt tap. Ef þú ert sjálfur uppboðshaldarinn og slærð með hamrinum muntu bráðlega setja mjög ofan í augum vina þinna.