Tré

Laufguð tré eru fyrir mikilli velgengni, sérstaklega ef þau eru við hús þitt. Að klifra í tré er fyrir metorðum. Að höggva tré er fyrir skaða og að brjóta greinar af tré boðar slys. Séu trén nakin boðar það örbirgð. Að gróðursetja tré getur verið fyrir innilegu ástarævintýri eða upphafi að traustri vináttu. Draumar um tré geta táknað nánustu fjölskyldumeðlimi og mikill vindur og þytur í trjám er merki um yfirvofandi leiðindi á heimilinu.