Tóbak

Konum er fyrir góðu ef þær dreymir að þær séu að reykja pípu. Það þykir ekki boða gott ef drepst í pípu eða vindli. Að taka í nefið er fyrir gleði. Ef karlmann dreymir að hann sé að reykja og þyki tóbakið vont er það fyrir áhyggjum og sorgum.