Tennur

Hvítar, fallegar tennur í munni þínum eru fyrir hamingju og góðri stöðu. Séu tennur þínar mjög misstórar og óeðlilegt bil á milli þeirra, boðar það ágreining og deilur. Að missa tönn er fyrir vinamissi og ef blæðir eftir tannmissi eða þú sérð eftir tönninni er það fyrir ástvinamissi. Séu tennur þínar lausar merkir það veikindi. Að hitta einhvern með gervitennur er fyrir nýjum vinum, ef þær eru hvítar og fallegar reynast vinirnir traustir.