Teikning

Ef þig dreymir að þú sért að skoða teikningar sem þú hefur gert, verðurðu í miklu áliti á efri árum. Sértu að skoða teikningar að húsi, muntu taka þátt í breytingum hjá fjölskyldunni. Að teikna miklar krúsidúllur er bending um að þér finnist lífið of tilbreytingarlaust en þorir ekki að gera neitt í því.