Ef þú ert að horfa niður á tærnar á þér er það merki um innri baráttu og óöryggi, ætlarðu bara að halda í þá átt sem tærnar horfa? Að tylla sér á tær getur verið bending um að þig langi til að breyta um sjónarhorn.

Þykir þér sem vanti á þig eina tá eða fleiri er það fyrir harmafregnum. Dreymi þig að þú sért með auka tá/tær bendir það til að þig skortir festu og orku til að halda áfram núverandi aðstæðum.