Svín

Að sjá mörg feit svín er heillamerki en mögur svín fyrir andstreymi. Svín í draumi getur táknað að einhver sé að reyna að hafa af þér fé. Að borða svínslæri er fyrir góðu. Að vera umkringdur svínum merkir að þú lifir letilegu og hallærislegu lífi, draumurinn getur verið bending til þín um að þetta sé að renna upp fyrir þér og valdi þér áhyggjum. Svín skreytt með skartgripum merkir að þú sért ekki nógu vakandi fyrir þeim andlegu verðmætum sem gefa lífinu gildi.