Svalir

Þú átt örðuga tíma framundan, ef þig dreymir að þú standir úti á svölum og horfir beint niður fyrir þig. Sé margt fólk í kringum þig á svölunum má búast við að hégómagirnd og sjálfsálit hlaupi með þig á gönur. Að ávarpa mannfjölda af svölum er fyrir mannvirðingu og áliti.