Stúlka

Dreymi þig að þú talir við ókunnuga stúlku verðurðu fyrir happi á næstu dögum (sbr. ýmsar sagnir af draumkonum). Ef ógiftan karlmann dreymir að ung stúlka er ásfangin af honum mun hann giftast bráðlega. Ef hann dreymir að hann nemi hana á brott er það fyrir sorgum og hörmungum.