Stóll

Að sitja í ruggustól veit á barnsfæðingu. Að sitja í góðum hægindastól boðar að heppni og farsæld fylgir því sem þú tekur þér fyrir hendur. Að sjá auðan stól er fyrir vistaskiptum einhvers úr fjölskyldunni. Að smíða stól merkir hagnað.