Stjórnmál

Ef dreymandinn er mikið að velta stjórnmálum fyrir sér í vöku getur draumar um þá verið framhald af slíkum hugleiðingum og kannski ekki mikið að marka þá. En sagt er að heitar umræður eða rifrildi um stjórnmál í draumi séu bending til dreymandans um að taka ekki þátt í gagnslitlu eða fyrirfram mislukkuðu tiltæki. Að dreyma eigin þátttöku í stjórnmálum er fyrir nýrri ábyrgð sem dreymandinn þarf að axla án tryggingar fyrir fullnægjandi umbun.