Steinar

Ef þú ert að bisa við steina, máttu búast við að dragast inn í þras og deilur. Veltandi steinar sem valda tjóni boða hættu. Ef þú veltir steini á annan mann, muntu valda öðru tjóni. Að ganga í grjóturð eða klöngrast yfir björg er fyrir miklum erfiðleikum, oftast tengdum fjölskyldunni. Steinar eru harðir og kaldir og geta táknað tilfinningar.