Snjór

Snjór nýfallinn á jörðu boðar gæfu og gengi. Að vera úti í hríð merkir að þú munir lenda í erfiðleikum, en þó ekki langvarandi. Stundum getur snjór og jarðbönn boðað sorg og dauða. Óhreinn snjór er fyirr lævísum kunningjum. Að borða snjó boðar skyndilegt ferðalag. Að hnoða snjóbolta eða henda er fyrir skemmtilegum fréttum.