Bátur

Að eignast bát er fyrir breyttum lifnaðarháttum. Allir draumar um báta eru fyrir lífshlaupi og ræðst þá mikið af ástandi sjávar eða vatns og því hvort báturinn er á siglingu eða liggur við akkeri. Óhreint vatn eða úfið boðar erfiðleika og að liggja við akkeri eða sigla um lygnan sjó boðar rólegt líf. Bátur með seglum boðar að þú þarft að móta líf þitt og ákveða hvaða stefnu þú ætlar að taka. Brotinn bátur eða lekur er alvarleg aðvörun til þín að takast á við vandamálin, annars mun illa fara. Bátur sem hvolft er í fjöruna er ekki góðs viti.